Leiðbeiningar


Umboð

Hvað er umboð?

Umboð hafa tíðkast lengi í pappírsheimum. Helstu ástæður geta verið fjarvera, tímaskortur, fötlun/veikindi o.fl. Sama þörf er þegar erindum er sinnt rafrænt. Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.

Hvernig veiti ég umboð?

Fyrst þarf að fara inná síðuna https://innskraning.island.is/?id=minarsidur til að skrá sig inn á mínar síður hjá island.is.

Þegar búið er að skrá sig inn þá skal opna síðuna "Stillingar".

Þar er farið neðst á síðuna og valið "Veita umboð / breyta umboðum".

Hérna sést yfirlit yfir þau umboð sem hafa verið veitt.

Ef engin umboð hafa verið veitt er listinn tómur.

Neðar á síðunni er síðan hægt að veita umboð.

Til að veita umboð fyllir notandinn út myndina hér að neðan.

Kennitala: Umboðsveitandi slær inn kennitölu þess sem hann er að veita umboðið.

Nafn: Nafn umboðshafa birtist sjálfkrafa þegar kennitalan hefur verið slegin inn.

Þjónustuveitandi: Hér velur þú Sláturhús KVH - vidskipti.skvh.is

Virkt: Ef hakið er tekið af er umboð viðkomandi gert óvirkt.

Umboðshlutverk: Hér skal hakað í hlutverkið Sjá viðskiptahreyfingar.

Gildir frá/til: Dagsetning er valin með því að smella á tákn fyrir dagatal fyrir aftan reitinn.

Þegar búið er að fara yfir að allar upplýsingar eru réttar er smellt á takkann Bæta við umboði til þess að veita umboðið.

Nýja umboðið birtist síðan í listanum efst á síðunni.

Þegar umboð hefur verið veitt fær umboðsaðili upp eftirfarandi lista þegar hann hefur auðkennt sig í gegnum ísland.is við innskráningu á viðskiptavef.

Hérna hefur hann val um að halda áfram á viðskiptavefinn í umboði annars aðila eða án umboðs.